Ten Hag: „Þegar allir eru heilir getum við sigrað alla“

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Ole Martin Wold

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á leikmannahópi liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en vantar fleiri leikmenn.

„Við höfum þegar keypt tvo góða leikmenn svo þegar allir eru heilir þá eru við með lið sem getur sigrað alla en okkur vantar breidd.

Við verðum að halda í við önnur lið því við lentum í vandræðum þegar leikmenn meiddust og við verðum að koma í veg fyrir þetta með því að koma í veg fyrir meiðsli og vera með meiri breidd í leikmanahópnum því þetta verður krefjandi tímabil,“ sagði ten Hag á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert