Gefur Oasis ráð

Neil Warnock.
Neil Warnock. AFP

Hljómsveitin Oasis er að snúa aftur eftir 15 ára fjarveru vegna deilna á milli bræðranna Liams og Noels Gallaghers. 

Oasis birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem einfalega mátti lesa dagsetningu 27. ágúst, sem er á morgun. 

Oasis er ein vinsælasta hljómsveit í sögu Bretlands og er endurkoman eðlilega aðal umræðuefnið í breskum fjölmiðlum. 

Knattspyrnustjórinn Neil Warnock hefur tekið til X, áður Twitter, til að gefa Oasis-bræðrunum ráð. 

Neil Warnock þekkir endurkomur vel en hann stýrði Crystal Palace, Queens Park Rangers og Huddersfield aftur. 

„Njótið þess drengir, en njótið þess með því að vera agaðir,“ sagði Warnock. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert