Ánægður með að komast frá Everton

Neal Maupay er farinn frá Everton.
Neal Maupay er farinn frá Everton. AFP/Glyn Kirk

Franski knattspyrnumaðurinn Neal Maupay, sóknarmaður Marseille í heimalandinu, segir myndskeið sem hann birti þegar tilkynnt var um skipti hans frá Everton til franska félagsins eiga sér eðlilegar skýringar.

Maupay fór að láni til Marseille frá Everton og birti af því tilefni myndskeið úr kvikmyndinni Shawshank Redemption, þar sem aðalsöguhetjan Andy Dufresne er frelsinu feginn eftir að hafa strokið úr fangelsi, á X-aðgangi sínum.

„Stuðningsmenn elska að ræða málin, gagnrýna og gleðjast og það truflar mig ekki því ég líta á sjálfan mig sem fullkomlega eðlilega manneskju.

Og ef allir aðrir geta birt færstlur á X get ég það líka. Ég birti fyndið myndskeið því allir vissu hver staðan mín var hjá Everton.

Ég vildi burt og félagið vildi ekki heldur hafa mig. Skilaboðin með myndskeiðinu voru að ég var ánægður með að komast burt frá Everton,“ sagði Maupay í samtali við RMC Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert