Mikið tap hjá United

Mikið tap hefur verið á rekstri Manchester United undanfarin ár.
Mikið tap hefur verið á rekstri Manchester United undanfarin ár. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Manchester United skilaði tapi upp á 113,2 milljónir punda síðasta árið. Félagið tapaði 28,7 milljónum punda árið á undan og 115,5 milljónum tímabilið 2021/22.

Félagið hefur því tapað um 370 milljónum punda samanlagt undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir mikið tap hefur félagið að öllum líkindum ekki brotið fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar og á því ekki yfir höfði sér refsingu.

Manchester-félagið skuldar tæplega 500 milljónir punda sem stendur en tekjur félagsins undanfarið námu um 661,8 milljónum punda, sem er met hjá Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert