Rodri hótar verkfalli

Rodri er einn besti leikmaður heims um þessar mundir.
Rodri er einn besti leikmaður heims um þessar mundir. AFP/Javier Soriano

Spænski miðjumaðurinn Rodri, leikmaður Manchester City, segir leikmenn vera komnir að þolmörkum. Líkamlegar kröfur á leikmenn aukist með auknu leikjaálagi. Alisson, markvörður Liverpool er sammála Spánverjanum.

„Ég held að við séum nálægt verkfallsaðgerðum. Það er umtalað meðal fótboltamanna. Haldi þetta svona áfram munum við ekki eiga annara kosta völ. Við höfum áhyggjur af þessu, það erum við sem þjáumst“, sagði Rodri en breytt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu mun fjölga leikjum fyrir bestu félög álfunnar.

„Samkvæmt minni reynslu geta leikmenn spilað 40-50 leiki á háu getustigi á ári. Fleiri leikir þýða lægra getustig því það er ómögulegt fyrir okkur líkamlega að spila svona oft. Í ár spilum við 70-80 leiki. Það er of mikið og einhver þarf að hugsa um okkur. Það erum við sem erum aðalpersónurnar í þessari íþrótt eða atvinnugrein, hvort sem þú vilt kalla þetta“ bætti Spánverjinn við.

„Ef við viljum betri fótbolta þarf að gefa okkur meiri hvíld“, endaði hann á að segja í samtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert