Skýtur á fyrrverandi félag

Kai Havertz er í stóru hlutverki hjá Arsenal.
Kai Havertz er í stóru hlutverki hjá Arsenal. AFP/Benjamin Cremel

Þjóðverjinn Kai Havertz, sem er í stóru hlutverki hjá Arsenal, skoraði sigurmark Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu gegn Manchester City árið 2021. 

Chelsea vann þar með Meistaradeildina í annað sinn en eftir það náði hann sér ekki á strik hjá félaginu. 

Havertz skipti yfir til Arsenal í fyrrasumar og hefur verið lykilmaður hjá liðinu á árinu. 

Hann hefur eldað grátt silfur við stuðningsmenn Chelsea síðan og fagnaði meðal annars með látum þegar hann skoraði þriðja mark Arsenal í 5:0-sigri á Chelsea í vor. 

Þýðir mun meira

Þjóðverjinn var til viðtals á heimasíðu Arsenal. 

„Það er mjög skemmtilegt að vinna Meistaradeildina en að vinna hana hér hjá Arsenal væri mun skemmtilegra. Það þýðir miklu meira,“ sagði Havertz en Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina. 

Arsenal mætir París SG í 2. umferð deildarkeppninnar á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert