Dominic Solanke, sóknarmaður Tottenham Hotspur, er í enska landsliðshópnum í fyrsta sinn í tæplega sjö ár. Bráðabirgðaþjálfarinn Lee Carsley tilkynnti í dag hóp fyrir leiki gegn Grikklandi og Finnlandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu síðar í mánuðinum.
Solanke, sem er 27 ára gamall, spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik hingað til í nóvember árið 2017 og fær nú loks tækifæri til þess að bæta öðrum við.
Kyle Walker, Jude Bellingham koma aftur inn í leikmannahópinn auk þess sem Phil Foden, Ollie Watkins og Cole Palmer eru í hópnum eftir að hafa dregið sig úr síðasta landsliðshópi.
Harry Maguire, Tino Livramento, Jarrod Bowen og Eberechi Eze missa sæti sín í hópnum frá því síðast.
Leikmannahópur Englands:
Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United)
Varnarmenn: Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa), John Stones (Manchester City), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Rico Lewis (Manchester City), Kyle Walker (Manchester City)
Miðjumenn: Conor Gallagher (Atlético Madríd), Kobbie Mainoo (Manchester United), Declan Rice (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Phil Foden (Manchester City), Jude Bellingham (Real Madrid)
Sóknarmenn: Jack Grealish (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern München), Noni Madueke (Chelsea) Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa), Dominic Solanke (Tottenham Hotspur)