Valinn í enska landsliðið sjö árum síðar

Dominic Solanke er í enska landsliðshópnum.
Dominic Solanke er í enska landsliðshópnum. AFP/Paul Ellis

Dominic Solanke, sóknarmaður Tottenham Hotspur, er í enska landsliðshópnum í fyrsta sinn í tæplega sjö ár. Bráðabirgðaþjálfarinn Lee Carsley tilkynnti í dag hóp fyrir leiki gegn Grikklandi og Finnlandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu síðar í mánuðinum.

Solanke, sem er 27 ára gamall, spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik hingað til í nóvember árið 2017 og fær nú loks tækifæri til þess að bæta öðrum við.

Kyle Walker, Jude Bellingham koma aftur inn í leikmannahópinn auk þess sem Phil Foden, Ollie Watkins og Cole Palmer eru í hópnum eftir að hafa dregið sig úr síðasta landsliðshópi.

Harry Maguire, Tino Livramento, Jarrod Bowen og Eberechi Eze missa sæti sín í hópnum frá því síðast.

Leikmannahópur Englands:

Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United)

Varnarmenn: Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa), John Stones (Manchester City), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Rico Lewis (Manchester City), Kyle Walker (Manchester City)

Miðjumenn: Conor Gallagher (Atlético Madríd), Kobbie Mainoo (Manchester United), Declan Rice (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Phil Foden (Manchester City), Jude Bellingham (Real Madrid)

Sóknarmenn: Jack Grealish (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern München), Noni Madueke (Chelsea) Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa), Dominic Solanke (Tottenham Hotspur)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert