„Enginn vonsviknari en ég með sjálfan mig“

Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United. AFP/Paul Ellis

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Manchester United og nú hefur fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes, tjáð sig um erfiða byrjun liðsins og sína eigin frammistöðu.

Fernandes hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið en hann hefur fengið rautt spjald í síðustu tveimur leikjum liðsins. Fyrst gegn Tottenham í deildarleik og síðan gegn Porto í Evrópudeildinni á dögunum. Þá hefur Fernandes, sem er á góðum degi einn mest skapandi leikmaður deildarinnar, aðeins gefið eina stoðsendingu það sem af er tímabíli.

„Þetta er erfitt augnablik fyrir liðið og mig persónulega. Næstum fimm ár hjá félaginu sem hafa verið upp og niður, slæm og góð augnablik,“ sagði Fernandes á Instagram síðu sinni.

„Ég hef alltaf glímt við áskoranir og mótlæti á ferli mínum og tek alltaf ábyrgð á frammistöðu minni. Enginn er vonsviknari en ég með sjálfan mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert