Arsenal-maðurinn fór í myndatöku

Gabriel Martinelli, Riccardo Calafiori og Bukayo Saka í leik með …
Gabriel Martinelli, Riccardo Calafiori og Bukayo Saka í leik með Arsenal. AFP/Paul Ellis

Gabriel Martinelli, sóknarmaður Arsenal og brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, er tæpur fyrir leik Brasilíu gegn Perú í undankeppni HM 2026 á miðvikudag vegna meiðsla á kálfa.

Knattspyrnusamband Brasilíu greindi frá því að Martinelli hefði kvartað undan eymslum í kálfa og farið í myndatöku sem hefði leitt í ljós bjúg á hægri kálfa.

Hann æfði með umbúðir um kálfann um helgina en ekki er víst hvort Martinelli sé leikfær fyrir miðvikudag þó ekki sé búið að senda hann heim til Lundúna.

Bukayo Saka, varafyrirliði Arsenal og landsliðsmaður Englands, meiddist aftan á læri fyrir helgi og hefur verið sendur aftur til félagsins. Ekki er búist við að um alvarleg meiðsli sé að ræða hjá Saka samkvæmt Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfara Englands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert