Cantona brjálaður yfir fréttum af Ferguson

Eric Cantona og Sir Alex Ferguson á góðri stundu.
Eric Cantona og Sir Alex Ferguson á góðri stundu. AFP/Andrew Yates

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Eric Cantona er ekki hrifinn af ákvörðun enska félagsins Manchester United að Sir Alex Ferguson láti af störfum sem sérstakur sendiherra félagsins í lok tímabilsins.

Í gær var tilkynnt að Ferguson, sem hefur starfað sem sendiherra Man. United, frá því hann hætti sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2013, verði það ekki lengur þar sem meðeigandinn Sir Jim Ratcliffe leiti allra leiða til þess að skera niður kostnað.

Cantona, sem vann með Ferguson frá 1992 til 1997, tjáði sig um þessa ákvörðun á Instagram-aðgangi sínum í gær:

„Sir Alex Ferguson ætti að mega gera það sem honum lystir hjá félaginu þar til hann deyr. Þetta er svo mikil vanvirðing.

Þetta er algjör skandall. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég fleygi þeim öllum í stóran poka af skít!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert