City búið að eyrnamerkja arftaka Guardiola

Rúben Amorim og Pep Guardiola.
Rúben Amorim og Pep Guardiola. Ljósmynd/Samsett

Enska knattspyrnufélagið Manchester City er farið að huga að því hvernig lífið gæti litið út eftir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri karlaliðsins, lætur af störfum.

Samningur Guardiola rennur út næsta sumar og hefur Spánverjinn ekkert viljað gefa upp um hvort hann hyggist halda áfram eður ei.

Fari svo að Guardiola láti af störfum næsta sumar er Rúben Amorim, portúgalskur stjóri Sporting frá Lissabon, efstur á óskalistanum að því er The Guardian greinir frá.

Amorim hefur náð eftirtektarverðum árangri með Sporting og unnið tvisvar til portúgalska meistaratitilsins frá því hann tók við árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert