Skrifaði undir hjá Liverpool

Táningarnir Lewis Koumas, Jayden Danns og Trey Nyoni eftir að …
Táningarnir Lewis Koumas, Jayden Danns og Trey Nyoni eftir að Liverpool vann deildabikarinn á síðasta tímabili. AFP/Glyn Kirk

Trey Nyoni, ungur og efnilegur leikmaður karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, skrifaði í gær undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið. Samningurinn gildir til næstu tæplega þriggja ára, til sumarsins 2027.

Nyoni er aðeins 17 ára gamall sóknartengiliður sem gekk til liðs við Liverpool frá Leicester City fyrir rúmu ári síðan.

Lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í ensku bikarkeppninni á síðasta tímabili, þá aðeins 16 ára gamall og vann enska deildabikarinn. Nyoni kom þá mikið við sögu á undirbúningstímabili Liverpool í sumar og stóð sig vel.

Hann hefur verið einu sinni í leikmannahópi liðsins á yfirstandandi tímabili, gegn Bologna í Meistaradeild Evrópu, en kom ekki við sögu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert