Tuchel mun ekki skipta sér af

Thomas Tuchel tekur við enska landsliðinu í janúar.
Thomas Tuchel tekur við enska landsliðinu í janúar. AFP/Adrian Dennis

Þjóðverjinn Thomas Tuchel mun taka við enska karlalandsliðinu í knattspyrnu í janúar á næsta ári en þrátt fyrir það ætlar hann ekki að skipta sér af nóvemberglugga liðsins. 

England mætir Grikklandi úti og fær síðan lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu í heimsókn í nóvember. 

Enska liðið er í mikilli við Grikkland í toppbaráttu í B-deild Þjóðadeildarinnar og þarf sigur úr báðum leikjum. 

Lee Carsley hefur stýrt liðinu síðan að Gareth Southgate hætti en hann hefur verið þjálfari U21 árs landsliðsins. 

Tuchel var spurður hvort hann myndi skipta sér af landsliðinu í næsta glugga. Hann svaraði því neitandi og sagði að það væri mjög mikilvægt að sýna Carsley og teyminu þá virðingu að vera ekki að skipta sér að. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert