Meiðsli kostuðu United sjö milljarða

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, kvartaði sáran undan fjölda …
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, kvartaði sáran undan fjölda meiðsla á síðasta tímabili og hefur ýmislegt til síns máls. AFP/Glyn Kirk

Samantekt tryggingafyrirtækisins Howden á fjölda meiðsla leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla varpar ljósi á þann gífurlega kostnað sem félögin þurfa að standa straum af vegna þeirra.

Á síðasta tímabili kom Manchester United verst út þegar kom að kostnaði vegna meiðsla og næstverst þegar kom að fjölda meiðsla, sem voru 75. Aðeins Newcastle United var með fleiri skráð meiðsli, 76.

Upphæðirnar sem Man. United tapaði vegna meiðsla á síðasta tímabili ná um 39,8 milljónum punda, 7,1 milljarði íslenskra króna.

Stjarnfræðilegar upphæðir

Alls voru 915 meiðsli skráð hjá félögunum 20 í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vegna þeirra töpuðu þau 266 milljónum punda, tæplega 48 milljörðum íslenskra króna.

Samkvæmt samantektinni hækkar kostnaður félaganna vegna meiðsla með hverju árinu og nemur kostnaðurinn í stærstu fimm deildum Evrópu tveimur milljörðum punda, tæplega 360 billjónum króna, á síðustu fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert