Norðmaðurinn á undan áætlun

Norðmaðurinn Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal.
Norðmaðurinn Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Norski knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er á undan áætlun samkvæmt stjóranum Mikel Arteta. 

Ödegaard meiddist illa í landsleik með Noregi í september og hefur verið frá leik síðan. 

Búist var við því að Ödegaard kæmi til baka eftir næsta landsleikjahlé, sem er eftir rúman mánuð, en á blaðamannafundi sagðist Arteta búast við miðjumanninum fyrir það. 

Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, einu stigi á eftir toppliði Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert