Endurkoma United í seinni hálfleik

Rasmus Höjlund fagnar marki sínu í dag.
Rasmus Höjlund fagnar marki sínu í dag. AFP/Oli Scarff

Manchester United hafði betur gegn Brentford, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United er nú í tíunda sæti með ellefu stig og Brentford í tólfta með tíu.

Jafnræði var með liðunum framan af, en eftir því sem leið á fyrri hálfleik náði United betri tökum á leiknum. Alejando Garnacho og Christian Eriksen fengu báðir góð færi en Mark Flekken í marki Brentford varði vel frá Garnacho og Eriksen setti boltann yfir úr dauðafæri.

Bruno Fernandes með boltann í dag.
Bruno Fernandes með boltann í dag. AFP/Oli Scarff

Rasmus Höjlund og Bruno Fernandes fengu einnig færi, en illa gekk að virkilega reyna á hollenska markvörðinn hjá Brentford.

Það voru svo gestirnir sem skoruðu fyrsta markið er Ethan Pinnock skallaði í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Mikkel Damsgaard í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

André Onana og Christian Nørgaard eigast við í dag.
André Onana og Christian Nørgaard eigast við í dag. AFP/Oli Scarff

United-menn voru ósáttir við markið þar sem Matthijs de Ligt fékk ekki að verjast horninu. Hollendingurinn fékk skurð snemma leiks, sem sjúkrateymi United gekk illa að gera almennilega að. Þar sem blæddi úr de Ligt var hann sendur af velli og Brentford nýtti sér það vel.

Var staðan í leikhléi því 1:0, Brentford í vil.

Kevin Schade hjá Brentford í færi í dag.
Kevin Schade hjá Brentford í færi í dag. AFP/Oli Scarff

Það tók United tvær mínútur að jafna í seinni hálfleik því Alejandro Garnacho skoraði fallegt mark með skoti á lofti í fyrsta á 47. mínútu eftir sendingu frá Marcus Rashford.

United hélt áfram að sækja og það skilaði sér í öðru markinu á 63. mínútu. Rasmus Höjlund vippaði skemmtilega yfir Mark Flekken í marki Brentford og í netið, eftir glæsilega hælsendingu frá Bruno Fernandes.

Heimamenn slökuðu á eftir markið á meðan gestunum gekk illa að skapa sér færi. Urðu mörkin því ekki fleiri.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 2:1 Vestri opna
90. mín. Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) fær rautt spjald Hallgrímur Mar reynir að setja boltann innfyrir vörnina í hlaupið hjá Ásgeiri en Gunnar setur hendina fyrir sendinguna og Pétur rekur hann útaf.
FH 1:1 Valur opna
90. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fær gult spjald +6. Æsti sig útaf brotinu.
ÍA 3:4 Víkingur R. opna
90. mín. Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) skorar 3:4 - VÍKINGAR SKORA SIGURMARKIÐ! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA! Óskar Örn Hauksson með sendingu frá vinstri og Djuric skallar boltann í stöngina og inn! Þvílík endurkoma hjá Íslandsmeisturunum!
Bournemouth 2:0 Arsenal opna
90. mín. Leik lokið Bournemouth nýtir sér liðsmuninn vel og sigrar Arsenal í annað skipti í sögu félagsins.
Breiðablik 2:1 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Þetta er búið! Breiðablik mætir Víkingum á sunnudag eftir viku í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Leiklýsing

Man. United 2:1 Brentford opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert