Fyrsta tap Arsenal kom í Bournemouth

Bournemouth hafði betur gegn Arsenal, 2:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bournemouth er í tíunda sæti með ellefu stig. Arsenal er í þriðja sæti með 17 stig.

Leikurinn fór rólega af stað en það dró til tíðinda á 30. mínútu er William Saliba í vörn Arsenal fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Evanilson er sá brasilíski var að sleppa í gegn.

James Tavernier komst næst því að skora fyrir Bournemouth í fyrri hálfleik eftir atvikið, en David Raya gerði vel í að verja frá honum. Var staðan í hálfleik því 0:0.

Gabriel Martinelli fékk úrvalsfæri til að koma Arsenal yfir á 69. mínútu er hann slapp einn í gegn en Kepa Arrizabalaga í marki Bournemouth varði vel.

Aðeins mínútu síðar var Bournemouth komið yfir. Ryan Christie skoraði þá með góðu skoti í teignum eftir vel heppnaða hornspyrnu og sendingu frá Justin Kluivert.

Níu mínútum síðar bætti Kluivert sjálfur við öðru markinu er hann skoraði af öryggi úr víti eftir að David Raya í marki Arsenal tók Evanilson niður innan teigs. Leikurinn róaðist eftir það og tveggja marka sigur Bournemouth varð raunin. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 2:1 Vestri opna
90. mín. Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) fær rautt spjald Hallgrímur Mar reynir að setja boltann innfyrir vörnina í hlaupið hjá Ásgeiri en Gunnar setur hendina fyrir sendinguna og Pétur rekur hann útaf.
FH 1:1 Valur opna
90. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fær gult spjald +6. Æsti sig útaf brotinu.
ÍA 3:4 Víkingur R. opna
90. mín. Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) skorar 3:4 - VÍKINGAR SKORA SIGURMARKIÐ! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA! Óskar Örn Hauksson með sendingu frá vinstri og Djuric skallar boltann í stöngina og inn! Þvílík endurkoma hjá Íslandsmeisturunum!
Man. United 2:1 Brentford opna
90. mín. Leik lokið Ansi kærkomið fyrir Erik ten Hag og lærisveina hans.
Breiðablik 2:1 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Þetta er búið! Breiðablik mætir Víkingum á sunnudag eftir viku í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Leiklýsing

Bournemouth 2:0 Arsenal opna loka
90. mín. Arsenal fær hornspyrnu Jesus með sendingu í varnarmann og aftur fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert