Þriðja rauða spjald Arsenal: „Fáránleg mistök“

William Saliba gengur svekktur af velli.
William Saliba gengur svekktur af velli. AFP/Glyn Kirk

Arsenal hefur fengið á sig þrjú rauð spjöld í átta leikjum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 

William Saliba fékk þriðja rauða spjald liðsins á tímabilinu í 2:0-tapi fyrir Bournemouth á útivelli í gær. 

Spjaldið kom snemma eða á 30. mínútu og voru því Arsenal-menn manni færri í yfir 60 mínútur. 

Declan Rice fékk rautt spjald í þriðja leik liðsins gegn Brighton fyrir að sparka boltanum í burtu á gulu spjaldi. 

Leandro Trossard fékk síðan rautt spjald gegn Manchester City, einnig fyrir að sparka boltanum burt. 

Verðum að hætta þessu

Declan Rice var til viðtals við SkySports eftir Bournemouth leikinn þar sem hann sagði að Arsenal-liðið verði að hætta þessum mistökum. 

„Við verðum að hætta þessum fáránlegu mistökum. Þú þarft alltaf að hafa þína bestu menn á vellinum og þegar við erum tíu gefur það mótherjanum mikinn meðbyr,“ sagði Rice meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert