Átti dramatíska sigurmark City að standa?

Manchester City vann hádramatískan sigur á Wolves, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Wolverhampton í gær. 

Jörgen Strand Larsen kom Wolves yfir snemma leiks en Josko Gvardiol jafnaði metin fyrir City með góðu skoti. 

John Stones skoraði síðan sigurmarkið með skalla undir blálok leiks. 

Myndbandsdómgæslan skoðaði markið en Bernardo Silva var rangstæður í markinu og nálægt Jose Sá, markverði Wolves. 

Dómararnir töldu hann þó ekki hafa næg áhrif á leikinn til þess að dæma markið af og stóð það því. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert