Í viðræður við Liverpool

Mohamed Salah og Virgil van Dijk í leik Liverpool gegn …
Mohamed Salah og Virgil van Dijk í leik Liverpool gegn Chelsea í gær. AFP/Paul Ellis

Hollenski knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur staðfest að hann eigi í viðræðum við enska félagið um nýjan samning.

Van Dijk er einn af þremur lykilmönnum Liverpool, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, sem verður samningslaus næsta sumar. Hinir tveir eru Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah.

„Viðræður eru í gangi, við skulum sjá hvað gerist í framtíðinni. Öll mín einbeiting snýr að Liverpool og að vilja vinna þá leiki sem eru fram undan, ekkert annað.

Hvað framtíðin ber í skauti sér hef ég ekki nokkra hugmynd um í augnablikinu. Það eina sem ég get sagt ykkur er að viðræður eru hafnar og að við sjáum til,“ sagði van Dijk við fréttamenn eftir 2:1-sigur Liverpool á Chelsea í deildinni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert