United í viðræður við Portúgalann

Ruben Amorim hefur náð góðum árangri í heimalandinu.
Ruben Amorim hefur náð góðum árangri í heimalandinu. AFP/Miguel Rioba

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur áhuga á að ráða Portúgalann Ruben Amorim sem nýjan knattspyrnustjóra.

The Athletic greinir frá að enska félagið sé byrjað í viðræðum við Sporting og Amorim. Er Enska félagið reiðubúið að greiða Sporting tíu milljónir evra til að fá Portúgalann yfir til Manchester.

Amorim hefur náð mjög góðum árangri með Sporting á undanförnum árum og í tvígang unnið bæði deildina og deildabikarinn í Portúgal. Er hann enn aðeins 39 ára gamall.

United er ekki fyrsta enska félagið sem Amorim er orðaður við, því hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool og West ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert