Wolves og Crystal Palace gerðu 2:2-jafntefli í hörkuleik í 10. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í dag.
Fyrsta markið kom eftir klukkutímaleik en það var Trevor Chalobah sem skoraði það fyrir Crystal Palace. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði jöfnunarmark Wolves á 67. mínútu.
Aðeins fimm mínútum síðar kom Brasilíumaðurinn Joao Gomes Úlfunum yfir. Marc Guéhi jafnaði metin fyrir Palace á 77. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstaða því 2:2-jafntefli.
Wolves er áfram á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir 10 leiki. Crystal Palace er í 17. sæti með sjö stig.