Svíinn sá um Arsenal

Alexander Isak, sem skoraði fyrsta mark leiksins, með boltann í …
Alexander Isak, sem skoraði fyrsta mark leiksins, með boltann í dag. AFP/Paul Ellis

Sænski framherjinn Alexander Isak var hetja Newcastle er liðið lagði Arsenal, 1:0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Isak skoraði sigurmarkið á 12. mínútu með glæsilegum skalla eftir sendingu frá Anthony Gordon.

Arsenal er í þriðja sæti með 18 stig, fimm stigum á eftir toppliði Manchester City. Newcastle fór upp í 15 stig og áttunda sæti með sigrinum.

Alexander Isak fagnar fyrsta marki leiksins.
Alexander Isak fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Paul Ellis

Arsenal gekk bölvanlega að skapa sér færi allan leikinn og varðist Newcastle mjög vel eftir markið. Nick Pope þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum í marki heimamanna.

Declan Rice fékk besta færi Arsenal en hann skallaði framhjá úr úrvalsfæri í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Bukayo Saka.

Annars gerðist fátt markvert, Newcastle reyndi lítið að bæta við á meðan Arsenal komst lítið sem ekkert áleiðis og því fór sem fór fyrir gestina.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:1 Brighton opna
90. mín. Leik lokið 2:1 - Þetta var leikur tveggja hálfleika. Brighton liðið var miklu betra í fyrri hálfleiknum en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleiknum skila Liverpool sigri og liðið tyllir sér á toppinn. Takk fyrir í dag.
Afturelding 0:0 FH opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Newcastle 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Kai Havertz (Arsenal) fær gult spjald Brýtur af sér og lætur dómarann síðan heyra það. Tíminn er búinn fyrir Arsenal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka