Lygileg dramatík í Lundúnum

Harry Wilson fagnar sigurmarki sínu.
Harry Wilson fagnar sigurmarki sínu. AFP/Henry Nicholls

Fulham vann ótrúlegan heimasigur á Brentford, 2:1, í lokaleik 10. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Craven Cottage í Lundúnum í kvöld. 

Harry Wilson reyndist hetja Fulham en hann skoraði tvö mörk í uppbótartíma. 

Fulham er í níunda sæti deildarinnar með 15 stig en Brentford er í tólfta sæti með 13 stig. 

Þjóðverjinn Vitlay Janelt kom Brentford yfir á 24. mínútu, 0:1. 

Walesverjinn Harry Wilson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartímans. Hann skoraði síðan sigurmarkið með skalla þegar að örfáar sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði heimamönnum sigur, 2:1. 

Hákon Rafn Valdimarsson er varamarkvörður Brentford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert