Declan Rice, einn af lykilmönnum enska knattspyrnuliðsins Arsenal, gæti spilað tábrotinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag.
Arsenal-liðinu hefur gengið illa undanfarið og aðeins unnið eitt stig af síðustu níu í deildinni. Þá tapaði liðið fyrir Inter Mílanó, 1:0, í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Rice var ekki með í þeim leik en samkvæmt DailyMail er hann tábrotinn. Hann gæti þrátt fyrir það spilað gegn Chelsea á sunnudaginn vegna mikilvægi leiksins, eða svo kemur fram í DailyMail.