Frá Real Madríd til Liverpool?

Aurélien Tchouaméni í leik með Real Madríd í síðasta mánuði.
Aurélien Tchouaméni í leik með Real Madríd í síðasta mánuði. AFP/Franck Fife

Enska knattspyrnufélagið Liverpool undirbýr nú tilboð í franska miðjumanninn Aurélien Tchouaméni, sem leikur með Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madríd.

Belgíski íþróttafréttamaðurinn Sacha Tavolieri, sem vinnur hjá Sky Sport í Sviss, og spænski knattspyrnumiðillinn Fichajes greina frá því að Liverpool hyggist bjóða um 50 milljónir punda í varnartengiliðinn.

Liverpool var mjög áhugasamt um leikmanninn sumarið 2022 en þá hafði Real Madríd betur í baráttunni.

Nokkurar óánægju virðist gæta hjá Real Madríd með frammistöðu Tchouaméni, sem er 24 ára, og gæti félagið því verið opið fyrir því að selja hann þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert