Liverpool styrkti stöðu sína á toppnum

Markaskorarinn Darwin Núnez reynir skot að marki Aston Villa í …
Markaskorarinn Darwin Núnez reynir skot að marki Aston Villa í kvöld. AFP/Paul Ellis

Liverpool jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2:0-sigur gegn Aston Villa á Anfield í kvöld. 

Úrslitin þýða að Liverpool er á toppnum með 28 stig, fimm stigum á undan Manchester City í öðru sæti sem tapaði gegn Brighton, 2:1, fyrr í dag. Aston Villa er áfram í áttunda sæti með 18 stig.

Viðureignin fór rólega af stað. Liðin þreifuðu fyrir sér án þess að skapa færi. 

Það var síðan á 20. mínútu að eftir hornspyrnu Aston Villa komst Liverpool í skyndisókn sem endaði með marki. Mohamed Salah slapp í gegn en var togaður niður af Leon Bailey, leikmanni Villa. Boltinn hrökk fyrir fætur Darwin Núnez sem lék á Emiliano Martínez, markvörð Villa, og skoraði í autt markið úr þröngu færi. 

Skömmu síðar komst Núnez í gegn eftir aðra skyndisókn Liverpool en í þetta skipti skaut hann framhjá. 

Caoimhín Kelleher varði í tvígang stórkostlega eftir hornspyrnu Aston Villa á 38. og 39. mínútu. Í fyrra skiptið frá Amadou Onana og í það seinna frá Diego Carlos. 

Staðan í hálfleik 1:0, Liverpool í vil. 

Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað en eftir rúmar 30 sekúndur var Morgan Rogers sloppinn í gegn einn á móti Kelleher en Englendingurinn skaut framhjá. 

Skömmu síðar átti Andrew Robertson fasta fyrirgjöf frá vinstri sem rataði á kollinn á Núnez en skalli hans fór framhjá. 

Leikurinn róaðist í kjölfarið og höfðu Liverpool-menn góða stjórn á leiknum.

Mohamed Salah innsiglaði sigur Liverpool á 84. mínútu. Diego Carlos reyndi að skalla fram en beint í Salah sem komst einn í gegn og kláraði af öryggi.  

Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstöður í kvöld, 2:0-sigur Liverpool.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 2:0 Aston Villa opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert