Brighton skellti City (myndskeið)

Manchester City tapaði fjórða leiknum í röð í öllum keppnum í gærkvöldi þegar liðið tapaði 2:1 gegn Brighton.

Erling Haaland kom City yfir eftir 23 mínútur og staðan var 1:0 í hálfleik en Joao Pedro jafnaði metin á 78. mínútu með skrautlegu marki. Rico Lewis kastaði sér niður og ætlaði að koma í veg fyrir skot en þess í stað klobbaði hann óvart og felldi Josko Gvardiol og Pedro skoraði.

Matthew O´Riley skoraði sigurmark Brighton á 83. mínútu og Pedro lagði upp markið.

Mörk­in og svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyrir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert