Tottenham mátti þola 2:1-tap gegn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ange Postecoglou tekur ábyrgð á tapinu.
„Þetta er bara undir mér komið. Ég fæ ekki nægilega stöðuga frammistöðu frá leikmönnunum,“ sagði Postecoglou í viðtali eftir leik.
Þetta er annar tapleikur Tottenham í röð en liðið tapaði gegn Galatasaray, 3:2, í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
„Þetta er eitthvað sem þarf að taka á. Ég er sá sem stjórnar,“ bætti Ástralinn við.
Tottenham situr í 10. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki.
„Ég tek ábyrgð þegar frammistaðan er undir okkar viðmiðum,“ sagði Postecoglou.