Hollenski knattspyrnumaðurinn Sepp van den Berg gæti verið á leið til Englandsmeistara Manchester City.
Það er vefmiðilinn Sports Illustrated sem greinir frá þessu en van den Berg, sem er 22 ára gamall, var á mála hjá Liverpool á árunum 2019 til 2024.
Hann lék aðeins fjóra leiki fyrir aðallið Liverpool á tíma sínum í Bítlaborginni og var að endingu seldur til Brentford í sumar fyrir 25 milljónir punda.
Þar hefur hann leikið níu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Pep Guardiola, stjóri City, er sagður vera í leit að varnarmanni vegna þeirra meiðsla sem herja nú á liðið.