Kane skýtur á liðsfélagana

Harry Kane á æfingu með enska landsliðinu í gær.
Harry Kane á æfingu með enska landsliðinu í gær. AFP/Oli Scarff

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og sóknarmaður Bayern München, er ekki hress með hversu margir liðsfélaga hans hjá Englandi hafi dregið sig úr landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.

England mætir Grikklandi og lærisveinum Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á næstu dögum en hafa alls níu leikmenn dregið sig úr hópnum fyrir verkefnið.

„Já, það er augljóslega synd og skömm hvernig þetta hefur æxlast í þessari viku. Ég tel þetta vera erfiðan tímapunkt á tímabilinu og kannski er aðeins verið að misnota það.

Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég ekki hrifinn af þessu. Mér finnst að enska landsliðið eigi að vera ofar öllu, hver sem staðan er hjá félagsliði þínu,“ sagði Kane á fréttamannafundi í dag.

Jarell Quansah, miðvörður Liverpool, var í dag kallaður inn í A-landsliðshópinn eftir að Jarrad Branthwaite, miðvörður Everton, var kallaður inn en þurfti svo aftur að draga sig úr leikmannahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert