Ronaldo vill ráða Pep Guardiola

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Glyn Kirk

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldo stefnir að því að verða næsti forseti brasilíska knattspyrnusambandsins.

Það er spænski miðillinn Sport sem greinir frá þessu en Ronaldo, sem er 48 ára gamall, varð tvívegis heimsmeistari með Brasilíu og er í guðatölu í heimalandinu.

Ednaldo Rodrigues er forseti brasilíska knattspyrnusambandsins í dag en kosið verður um nýjan forseta á næsta ári.

Dreymir um að ráða Guardiola

Draumur Ronaldos, að því er fram kemur í frétt Sport, er að ráða Pep Guardiola sem næsta landsliðsþjálfara Brasilíu.

Brasilía hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari karla, síðast árið 2002 í Suður-Kóreu og Japan.

Pep Guardiola stýrir Manchester City í dag en samningur hans á Englandi rennur út næsta sumar.

Hinn brasilíski Ronaldo.
Hinn brasilíski Ronaldo. AFP/Daniel Garcia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert