Áfall fyrir Liverpool-leikinn

Aaron Ramsdale spilar ekki næstu leiki Southampton.
Aaron Ramsdale spilar ekki næstu leiki Southampton. AFP/Adrian Dennis

Botnliðið Southampton hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir leik liðsins gegn toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á sunnudaginn.

Enski landsliðsmarkvörðurinn Aaron Ramsdale og pólski landsliðsvarnarmaðurinn Jan Bednarek eru báðir úr leik vegna meiðsla.

Bednarek meiddist í leik Pólverja og Portúgala í A-deild Þjóðardeildarinnar og Ramsdale þurfti að gangast undir aðgerð á fingri.

Þeir verða báðir frá keppni í nokkrar vikur, samkvæmt knattspyrnustjóranum Russell Martin.

Southampton er aðeins með fjögur stig á botni úrvalsdeildarinnar á meðan Liverpool er með 28 stig á toppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert