Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu

Reece James.
Reece James. AFP/Justin Tallis

Reece James verður ekki með enska knattspyrnufélaginu Chelsea um helgina þegar liðið heimsækir Leicester á laugardaginn kemur í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta tilkynnti Enzo Maresca, stjóri Chelsea, á blaðamannafundi í morgun en James, sem er fyrirliði liðsins, er að glíma við meiðsli.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James er að glíma við meiðsli en hann meiddist aftan í læri í fyrsta leik tímabilsins í ágúst og var frá í rúmlega tvo mánuði.

Bakvörðurinn, sem er 24 ára gamall, missti af 29 leikjum á síðasta tímabili vegna meiðsla aftan í læri en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert