Leeds í toppsætið eftir ótrúlegan sigur

Wilfried Gnonto skoraði sigurmark Leeds í dag.
Wilfried Gnonto skoraði sigurmark Leeds í dag. Ljósmynd/Leeds

Leeds komst í dag á topp ensku B-deildarinnar í fótbolta með ótrúlegum útisigri á Swansea en liðin buðu upp á sjö marka leik sem endaði 4:3.

Harry Darling kom Swansea yfir á 8. mínútu áður en Manor Solomon jafnaði á 20. mínútu. Það var síðan Íslandsbaninn Liam Cullen sem kom Swansea aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Miðvörður Swansea, Ben Cabango, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 55. mínútu og allt orðið jafnt. Manor Solomon bætti síðan við sínu öðru marki og kom Leeds yfir á 73. mínútu.

Florian Bianchini virtist vera að tryggja heimamönnum stig þegar hann jafnaði leikinn á 90. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Wilfried Gnonto hádramatískt sigurmark sem tryggði Leeds sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert