West Ham hafði betur gegn Newcastle, 2:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Tékkinn Tomás Soucek kom West Ham yfir á 10. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0.
Þannig var hún fram að 53. mínútu þegar bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka tvöfaldaði forskot West Ham og þar við sat.
West Ham er í 14. sæti deildarinnar með 15 stig. Newcastle er í 10. sæti með 18.