Enski knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er snúinn aftur til æfinga eftir að hann meiddist aftan á læri í leik gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum tveimur vikum.
Alexander-Arnold varð að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðslanna og missti af síðasta leik Liverpool, 3:2-sigri á Southampton í úrvalsdeildinni á sunnudag vegna þeirra.
Liverpool birti í dag myndir og myndskeið af bakverðinum sparkvissa á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann tók þátt á æfingu í dag.
Ekki liggur fyrir hvort Alexander-Arnold verði klár í slaginn strax annað kvöld þegar Real Madríd, sem hann hefur verið þrálátlega orðaður við, kemur í heimsókn í Meistaradeild Evrópu en góðar líkur eru á því að hann geti verið með gegn Manchester City í deildinni á sunnudag.
TAA 📸 pic.twitter.com/JNdOPgX9Ob
— Liverpool FC (@LFC) November 26, 2024