Portúgalski knattspyrnumaðurinn Fabio Carvalho hefur fengið takmörkuð tækifæri með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Brentford keypti hann af Liverpool í sumar en í fyrstu tólf umferðunum hefur Carvalho aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu og níu sinnum komið inn á sem varamaður. Hann hefur skorað eitt mark og átt eina stoðsendingu til þessa.
Um síðustu helgi sat Carvalho allan tímann á varamannabekknum í markalausu jafntefli gegn Everton og þá var föður hans, Victori Carvalho, greinilega nóg boðið.
„Þú skalt koma þér í burtu frá þessu félagi, sonur sæll," skrifaði faðirinn í færslu á Instagram, samkvæmt fréttum Goal og Voetbal International. Færslan var síðan fjarlægð.