David Coote í frekari vandræðum?

David Coote.
David Coote. AFP/Paul Ellis

Dómarinn David Coote gæti verið í frekari vandræðum fyrir skilaboð sem hann á að hafa sent á félaga sinn fyrir og eftir leik Leeds og West Brom í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu árið 2019. 

Mynd­skeið af Coote þar sem hann úthúðar liði Li­verpool og fyrr­ver­andi knatt­spyrn­u­stjóra þess, Jür­gen Klopp, fór í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum um miðjan nóvembermánuð.

Tveim­ur dög­um síðar, á miðviku­dag­inn fyr­ir rúmri viku, birti götu­blaðið The Sun svo mynd­skeið sem virt­ist sýna Coote sniffa hvítt duft, að því er talið kókaín.

Bað um að spjalda leikmann

Nú segir Sun frá því að Coote hafi verið beðinn um að spjalda Ezgjan Alioski svo að vinurinn gæti grætt á því með veðmálum. 

Coote gaf Alioski gult spjald á 18. mínútu leiksins og á að hafa sagt við félaga sinn eftir leik: 

„Ég vona að þú hafir veðjað á það sem við töluðum um.“

Vinurinn sagðist ekki hafa gert slíkt en að félagi sinn hefði líklega gert það. 

Coote hagnaðist ekki sjálfur á atvikinu og hafnar enska dómarasambandið því að Coote hafi spjaldið leikmanninn viljandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka