Lampard kominn í nýtt starf

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP/Daniel Leal

Frank Lampard er nýr knattspyrnustjóri karlaliðs enska félagsins Coventry City.

Lampard skrifar undir samning út tímabilið 2027 en Coventry er í 17. sæti ensku B-deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. 

Hann tekur við af Mark Robins sem var rekinn fyrr í mánuðinum eftir að hafa stýrt liðinu í sjö ár. 

Lampard stýrði síðast Chelsea í annað sinn vorið 2023. Hann hefur einnig stýrt Everton og Derby. 

Lsmpard er einn besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og í fjórða sæti yfir þá leikjahæstu með 609 leiki fyrir West Ham, Chelsea og Manchester City. Hann vann allt sem hægt er að vinna á sínum þrettán árum með Chelsea, frá 2001 til 2014, og lék 106 landsleiki fyrir England. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka