Óvissa um meiðsli leikmanna Liverpool

Fyrirliðinn Virgil van Dijk ræðir við Ibrahima Konaté en óljóst …
Fyrirliðinn Virgil van Dijk ræðir við Ibrahima Konaté en óljóst er hvort hann sé meiddur. AFP/Oli Scarff

Varnarmennirnir tveir Conor Bradley og Ibrahima Konaté meiddust báðir í sigri Liverpool á Real Madrid, 2:0, í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Anfield í gærkvöldi. 

Bradley þurfti að fara af velli á 87. mínútu en Konaté kláraði leikinn. Sá síðarnefndi fann hins vegar til eftir leik og þurfti aðstoð frá sjúkrateyminu. 

Arne Slot, knattspyrnustjóri liðsins, sagði í viðtali við SkySports eftir leik að hann vissi ekki hversu alvarleg meiðslin væru. 

Liverpool, sem er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar á Anfield á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka