United setur sig í samband við Kanadamanninn

Alphonso Davies verður samningslaus næsta sumar.
Alphonso Davies verður samningslaus næsta sumar. AFP/Josep Lago

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa sett sig í samband við kanadíska bakvörðinn Alphonso Davies.

Það er Teamtalk sem greinir frá þessu en Davies, sem er 25 ára gamall, verður samningslaus hjá Bayern München næsta sumar.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid undanfarna mánuði en forráðamenn United vonast til þess að geta sannfært hann um það að ganga frekar til liðs við enska félagið.

Davies gekk til liðs við Bayern München frá Vancouver Whitecaps árið 2019 og á að baki 214 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur 34 til viðbótar. Þá á hann að baki 56 A-landsleiki fyrir Kanada og 15 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert