Fulham hafði betur í baráttunni um Evrópusæti

Alex Iwobi, til hægri, skoraði tvö mörk í kvöld.
Alex Iwobi, til hægri, skoraði tvö mörk í kvöld. AFP/Paul Ellis

Fulham sigraði Brighton & Hove Albion 3:1 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld.

Fulham er í sjötta sæti með 22 stig, aðeins stigi á eftir Brighton sem er í fimmta.

Alex Iwobi skoraði fyrsta mark Fulham í leiknum eftir aðeins fjórar mínútur og Fulham var 1:0 yfir í hálfleik. 

Carlos Baleba jafnaði metin fyrir Brighton í upphafi seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Joao Pedro.

Matthew O´Riley skoraði sjálfsmark á 79. mínútu en hann fékk boltann í bakið eftir hornspyrnu sem kom Fulham 2:1 yfir.

Iwobi skoraði svo sitt annað mark á 87. mínútu eftir stoðsendingu frá Antonee Robinson og leikurinn endaði 3:1 fyrir Fulham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert