Óheppnasti maður vallarins (myndskeið)

Stuðningsmenn Everton hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á yfirstandandi leiktíð í enska fótboltanum en í gærkvöld gátu þeir þó fagnað fjórum mörkum og stórsigri gegn Wolves, 4:0.

Sigurinn lyfti Everton upp í 15. sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan Wolves sem situr eftir í fallsæti, en þetta var aðeins þriðji sigur Everton í fyrstu 14 leikjum tímabilsins.

Craig Dawson var óheppnasti maður vallarins en hann skoraði tvö sjálfsmörk eftir baráttu við Dominic Calvert-Lewin í bæði skiptin. Hinn 39 ára gamli Ashley Young kom Everton á bragðið með marki beint úr aukaspyrnu.

Mörkin og helstu atvik leiksins má sjá í myndskeiðinu en mbl.is birtir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert