Yngsti markaskorari félagsins í úrvalsdeildinni

Liðsfélagar Dean Huijsen hoppandi kátir með markið.
Liðsfélagar Dean Huijsen hoppandi kátir með markið. Ljósmynd/Bournemouth.

Bournemouth hafði betur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag og komst upp í níunda sæti með sigrinum.

Tottenham er með 20 stig í tíunda sæti, einu stigi á eftir Bournemouth.

Hinn 19 ára gamli Dean Huijsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bournemouth þegar 17 mínútur voru búnar af leiknum en hann er yngsti markaskorari liðsins í úrvalsdeildinni. Boltinn kom á fjærstöngina eftir hornspyrnu og hann skallaði boltann í netið.

Á 72. mínútu setti brasilíski framherji Bournemouth, Evanilson, boltann í netið en markið var dæmt af eftir skoðun hjá myndbandsdómgæslunni og leikurinn endaði 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert