Verður ekki hjá Liverpool á næstu leiktíð

Darwin Núnez átti erfitt kvöld gegn Newcastle.
Darwin Núnez átti erfitt kvöld gegn Newcastle. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Jamie Carragher spáir því að framherjinn Darwin Núnez yfirgefi Liverpool eftir tímabilið.

Núnez er aðeins með þrjú mörk í átján leikjum á tímabilinu og hann fór illa með dauðafæri í 3:3-jafnteflinu gegn Newcastle á miðvikudagskvöld.

„Hann hefur ekki gert mikið og sérstaklega ef við horfum á kaupverðið. Salah er magnaður í að reikna út hvar boltinn dettur á meðan Núnez býður bara eftir að eitthvað gerist.

Salah lætur hlutina gerast á meðan. Ég á ekki von á að hann verði hjá Liverpool á næstu leiktíð,“ sagði Carragher, sem lék allan ferilinn með Liverpool, í The Overlap-hlaðvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert