Guardiola: Getum ekki talað um titilbaráttu

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Manchester City gerði 2:2-jafntefli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. City hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum, þar af tapað fjórum þeirra.

„Þetta er tímabil til að þjást,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir jafnteflið í gær.

Manchester City situr í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Liverpool á toppnum.

„Við getum ekki talað um titilbaráttu þegar við töpum fjórum leikjum í röð og gerum síðan jafntefli,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert