Manchester City þurfti að sætta sig við 2:2-jafntefli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum í gær.
Daniel Munoz og Maxence Lacroix skoruðu mörk Crystal Palace. Erling Haaland og Rico Lewis skoruðu mörk Manchester City en sá síðarnefndi fékk rautt spjald.
Mörkin úr leiknum má sjá í myndskeiðinu en mbl.is sýnir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.