Sóknarmennirnir Marcus Rashford og Alejandro Garnacho eru ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta dag.
Leikurinn hefst klukkan 16.30 en Manchester United er í 13. sæti deildarinnar með 19 stig fyrir leikinn.
Rúben Amorim er eitthvað ósáttur við leikmennina tvo en þeir eru hvorki meiddir né fjarverandi út af persónulegum ástæðum heldur einfaldlega ekki valdir.