Rashford og Garnacho skildir eftir heima

Marcus Rashford er ekki í leikmannahópnum.
Marcus Rashford er ekki í leikmannahópnum. AFP/Oli Scarff

Sóknarmennirnir Marcus Rashford og Alejandro Garnacho eru ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta dag. 

Leikurinn hefst klukkan 16.30 en Manchester United er í 13. sæti deildarinnar með 19 stig fyrir leikinn. 

Rúben Amorim er eitthvað ósáttur við leikmennina tvo en þeir eru hvorki meiddir né fjarverandi út af persónulegum ástæðum heldur einfaldlega ekki valdir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert