Tottenham og Liverpool mætast sem og Arsenal og Newcastle í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu.
Dregið var rétt í þessu en fyrri leikirnir fara fram 6.-10. janúar og seinni 3.-7. febrúar á næsta ári. Tottenham og Arsenal eiga fyrri leikina á heimavelli.
Liverpool, sem er deildabikarmeistari, heimsækir Tottenham því tvisvar með stuttu millibil en liðin mætast í Lundúnum á laugardaginn.